Skíðasvæðið verður opið út júní

Oddsskarð þykir eitt besta skíðasvæði landsins. Fjallið myndar skál þar …
Oddsskarð þykir eitt besta skíðasvæði landsins. Fjallið myndar skál þar sem eru margar skemmtilegar skíðaleiðir. Skíðasvæðið teygir sig frá 500 metrum og upp í 840 metra yfir sjávarmáli. Ljósmynd/Fjarðabyggð

Óvenjumikill snjór er í Oddsskarði á skíðasvæði Skíðamiðstöðvar Austurlands. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að svæðið verði opið um helgar fram eftir júní.

Dagfinnur Ómarsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, taldi að svæðið gæti orðið opið út júní og jafnvel lengur. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann muna ekki til þess að svæðið hafi áður verið opið svo lengi.

„Snjódýptin nú er sú mesta sem við munum eftir,“ sagði Dagfinnur. Snjódýptin er um þremur metrum meiri en venjulega á þessum árstíma. Hann sagði að menn myndu nokkuð glöggt eftir snjóalögum í Oddsskarði allt aftur til ársins 1958 og snjórinn hefði líklega aldrei verið meiri en hann væri nú.

Skíðasvæðið í Oddsskarði er stundum kallað Austfirsku alparnir. Á góðum …
Skíðasvæðið í Oddsskarði er stundum kallað Austfirsku alparnir. Á góðum dögum iðar þar allt af skíðafólki á öllum aldri. Ljósmynd/Fjarðabyggð
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert