Sýna Ólafi Ragnari litla virðingu

Verðlaunahananum Ólafi Ragnari er ekki sýnd mikil virðing af kynbræðrum sínum á hænsnabúinu í Dalsgarði í Mosfellsdal, enda er Ólafur Ragnar yngri og þar af leiðandi neðar í goggunarröðinni. Hann skartar þó glæsilegum kambi og fallegu fiðri sem varð til að hann hlaut hin eftirsóttu fyrstu verðlaun sem fegursti haninn á landnámshænusýningu á Sunnlenskum Sveitadögum sem haldnir voru fyrr í mánuðinum.

Það er hinn tólf ára gamli hænsnabóndi Máni Hákonarson sem er eigandi Ólafs Ragnars en hann segir nafnið eiginlega bara hafa verið ákveðið í í flýti í bílnum á leiðinni á sýninguna. Hann á 40 hænur sem hann sér um sjálfur og mbl.is tók hús á Mána í vikunni og skoðaði Ólaf Ragnar sem átti fótum sínum fjör að launa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert