Stjórnarmynstrið breytist

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, handsala stjórnarsamstarfið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líkur á að tveggja flokka ríkisstjórnir verði myndaðar á Íslandi í framtíðinni hafa minnkað og er líklegra að framvegis þurfi þrjá flokka til þess að mynda stjórn.

Þetta er skoðun Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem telur að málamiðlanir í stjórnmálunum geti því orðið meiri en verið hefur.

Rætt er við hann í Morgunblaðinu í tilefni af því að í dag er ár liðið síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Spurður hvort hann telji flokkalandslagið hafa breyst varanlega með uppgangi Bjartrar framtíðar og Pírata, sem mælast samtals með um 25% fylgi í landsmálum, segir Ólafur að sagan bendi til þess „að það séu mestar líkur á að þeir deyi fljótlega út“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert