Gengur yfir ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með augum Sigurþórs Jakobssonar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með augum Sigurþórs Jakobssonar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsfaðirinn sjálfur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, brosir kumpánlega við gestum á vinnustofu Sigurþórs Jakobssonar enda nýbúinn að ganga yfir Evrópusambandið – á skítugum skónum. Við fætur hans eru fimm hænur, fjórar brúnleitar og ein hvít. Athygli vekur að sú hvíta liggur örend á bakinu. Hverju sætir það?
„Hún er útlensk, hitt eru allt landnámshænur,“ segir Sigurþór sposkur á svip. „Ég hef miklu meira yndi af portrettmyndum sem segja eitthvað.“
Ekki svo að skilja að málarinn sé endilega að viðra eigin skoðanir en verkið byggist á grein sem Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ritaði í Morgunblaðið fyrir fjórum árum undir yfirskriftinni „Sannleikur ungra bænda og Evróputrúboðsins um hermál“.
Hún lætur ekki að sér hæða, andagiftin.
Hægt verður að berja þetta verk og önnur, gömul og ný, augum á vinnustofu Sigurþórs á Skólavörðustíg 1 a, 3. hæð, nú um helgina, laugardag og sunnudag, milli klukkan 13 og 17. Og á sama tíma 17. júní.

Nánar er rætt við Sigurþór í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert