Finnur aðeins fyrir þrýstingi í hnénu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Ómar Óskarsson

„Vegna frétta kvöldsins er sjálfsagt að greina frá því að eini þrýstingurinn sem ég finn fyrir er í hnénu. Það er vegna aðgerðar sem ég fór í fyrir nokkrum vikum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á facebooksíðu sinni.

Tilefnið er frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi þess efnis að flokksbundnir sjálfstæðismenn hefðu þrýst á forystu Sjálfstæðisflokksins um að endurskoða og jafnvel slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Framsóknarflokkinn vegna ummæla Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, um lóðaúthlutun undir mosku til Félags múslima á Íslandi. Bjarni kannast hins vegar ekki við neinn þrýsting í þeim efnum.

Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra sem taka undir með Bjarna og segir í athugasemd: „Nákvæmlega. Þetta stjórnarsamstarf er í afar góðum gír.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert