Time hótaði íslenskum ritstjóra

Skjáskot af heimasíðu Nordic Style sem Íslendingar gefa út í …
Skjáskot af heimasíðu Nordic Style sem Íslendingar gefa út í Danmörku. mynd/Nordic Style

Soffía Theódóra Tryggvadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nordic Style, segir að sér hafi verið brugðið þegar hún frétti að bandaríska stórfyrirtækið Time Inc. hefði hótað tímaritinu málsókn nema Nordic Style gerði breytingu á merki fyrirtækisins - en það þótti of líkt merki blaðsins In Style, sem Time á og gefur út.

Fjallað er um málið á danska fréttavefnum BT undir yfirskriftinni „Davíð á móti Golíat“.

Time fer fram á margar milljónir dala í bætur verði ekkert að gert. Merki Nordic Style er  °N Style og þykir það of líkt InStyle.

Soffía segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hún sá bréfið frá Time Inc. Hún bendir á að Nordic Style sé gefið út ókeypis á netinu og ljóst sé að fyrirtækið hafi enga burði til þess að berjast við bandaríska fyrirtækið í réttarsal. 

Eina lausnin er að breyta merkinu til að komast hjá málsókn. 

„Það er allra athygli vert að litið sér á lítið, sjálfstætt og ókeypis netímarit á Norðurlöndunum sem stóra ógn gagnvart stóru tímariti í Bandaríkjunum,“ segir Soffía í viðtalinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert