Þröstur bjó sér til hreiður meðan hjóleigandinn fór í frí

Skógarþröstur búinn að koma sér vel fyrir í reiðhjólakörfu á …
Skógarþröstur búinn að koma sér vel fyrir í reiðhjólakörfu á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Jónína Óskarsdóttir

Sóley Sigursveinsdóttir, sem býr í Garðaholti á Fáskrúðsfirði, rak upp stór augu þegar hún kom heim til sín eftir viku frí nú á dögunum. Skógarþröstur hafði búið sér til hreiður í körfu framan á reiðhjólinu hennar.

„Hjólið stóð hérna á veröndinni hjá mér á meðan ég skrapp í viku frí. Ég fór að vinna í garðinum daginn eftir og þá tók ég eftir hreiðrinu. Það eru fjögur egg í því,“ segir Sóley en hún hefur engar áhyggjur af reiðhjólinu.

„Nú hef ég afsökun fyrir því að fara ekki á hjólið,“ segir hún m.a. í Morgunblaðinu í dag og bætir við að hún og skógarþrastarkerlan séu orðnar mjög góðar vinkonur og að betri gest sé vart hægt að hugsa sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert