Útgjaldaliði þarf að ræða mest

Björn Blöndal, Dagur B. Eggertsson, Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar …
Björn Blöndal, Dagur B. Eggertsson, Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson ætla að láta reyna á fjögurra flokka meirihluta í borgarstjórn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við höfum fundað í dag og farið yfir fjármál og stöðuna á þeim. Við erum að ræða þetta almennt og skoða hvaða svigrúm við höfum,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík en hann er nú í meirihlutaviðræðum við Samfylkingu, Vinstri græna og Bjarta framtíð um nýjan borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík. 

Oddvitarnir hafa fundað undanfarna daga og í gær var svo haldinn fundur þar sem fleiri komu að borðinu. „Við vorum með fjölmennari fund í gær þar sem fleiri úr okkar hópum komu saman. Það gekk vel og var góður andi á þeim fundi,“ segir Halldór. 

Halldór segist bjartsýnn en aðspurður hvað sé flóknasta atriðið sem rætt er um, segir hann það vera fjármálin. „Það eru aðallega hlutirnir sem kosta, það er alltaf flóknast að koma þeim inn, sérstaklega miðað við fjárhagsstöðuna.“

Fundað verður aftur síðar í dag og um helgina. Stefna fulltrúarnir á að nýr meirihluti verði myndaður fyrir næsta borgarstjórnarfund þann 16. júní. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert