Ólafur Ragnar sækist ekki eftir endurkjöri

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Þetta segir hann í viðtali við breska tímaritið Monocle.

Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn forseti árið 1996. Hann er því á sínu fimmta kjörtímabili í embætti. Hann hefur því verið forseti í 18 ár.

Í Monocle er hann spurður: Þetta er þitt fimmta kjörtímabil, ætlar þú að bjóða þig fram aftur?

„Nei. Ég ætlaði ekki að bjóða mig fram árið 2012 en ég var hvattur til að gera það. En tuttugu ár í þessum bransa er langur tími.“

Viðtalið birtist í júníhefti Monocle sem er tímarit er fjallar um alþjóðamál og lífsstíl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert