Greiddi stúlku fyrir munnmök

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni sem greiddi stúlku á fjórtánda aldursári 25 þúsund krónur fyrir að stunda við hana munnmök. Var það niðurstaðan að maðurinn hefði verið í gáleysi um aldur stúlkunnar þegar hann framdi brot sitt. Hann var dæmdur í tíu mánaða fangelsi, en þar af eru átta mánuðir bundnir skilorði.

Maðurinn og stúlkan kynntust á samskiptavef á netinu sem ber heitið „The Purple Rabbit“ og fram kom hjá þeim báðum að skráðir notendur vefsins þyrftu að vera orðnir 18 ára gamlir samkvæmt skilmálum hans. Á síðu stúlkunnar á vefnum gaf hún þær upplýsingar að vera fædd 1. mars 1993, en atvik gerðust 24. febrúar 2011.

Í tölvusamskiptum mannsins og stúlkunnar kvaðst brotaþoli líta út fyrir að vera yngri en hún í raun væri og þegar þau hittust og maðurinn spurði hana um aldur gaf hún honum enn svar í samræmi við fyrri upplýsingar.

Með vísan til gagna málsins, þar á meðal til myndbandsupptöku af skýrslugjöf stúlkunnar, var það niðurstaða héraðsdóms að ákærði hafi verið í gáleysi um aldur brotaþola þegar hann framdi brot sitt.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í 15 mánaða fangelsi en Hæstiréttur mildaði dóminn og dæmdi hann í tíu mánaða fangelsi og eru átta þeirra bundnir skilorði. Var það meðal annars vegna þess að óútskýrður dráttur varð við rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert