Hvalbátar gerðir klárir

Bátar Hvals hf, Hvalur 8 og Hvalur 9, hafa undanfarna daga verið gerðir klárir fyrir komandi vertíð.

Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar má veiða 154 langreyðar á þessu fiskveiðiári. Í fyrra veiddu skip fyrirtækisins 134 dýr, en vertíðinni lauk í seinni hluta september. Veiðarnar gengu erfiðlega í fyrra vegna þrálátrar brælu á miðunum.

Hvalveiðar voru heimilaðar aftur árið 2009 til fimm ára og í lok síðasta árs ákvað sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar áfram næstu fimm árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert