„Aldrei á sinni ævi ekið á malarvegi“

Malarvegir geta reynst skeinuhættir fyrir ökumenns eu óvanir slíkum vegum.
Malarvegir geta reynst skeinuhættir fyrir ökumenns eu óvanir slíkum vegum. Vegagerðin

Þrír erlendir ferðalangar sluppu með skrekkinn eftir bílveltu skammt utan við Sauðárkrók síðastliðið föstudagskvöld, en ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í lausamöl. Fyrr þennan sama dag slasaðist erlend kona alvarlega þegar bíll sem hún var í valt á Kjalvegi, norðan Hveravalla. Var konan flutt á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún hefur nú verið flutt á almenna deild.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir slys sem þessi vera að færast í aukana. „Það er ljóst að margt af þessu fólki hefur aldrei á sinni ævi ekið á malarvegi,“ segir hann og bætir við að víða megi enn finna mjög slæma malarvegi hér á landi þar sem óvanir ökumenn geti hæglega lent í vandræðum.

Ýmislegt reynt varðandi öryggi

Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir starfsmenn sína reyna hvað þeir geti að miðla upplýsingum til ferðamanna um ástand vega hér á landi. „Flestar bílaleigur dreifa stýrisspjöldum með bílunum þar sem finna má helstu upplýsingar en við gefum einnig út sérstakan bækling sem fylgir bílunum,“ segir Bergþór. Í bæklingnum má finna ítarlegri upplýsingar um vegakerfið, hvernig haga skal akstri á malarvegum og hámarkshraða svo fátt eitt sé nefnt. „Svo er alltaf spurning hvort og þá hversu vel fólk les þessar upplýsingar.“ Fyrir fáeinum árum var gert sérstakt GPS-kort fyrir viðskiptavini bílaleiga í von um að auka öryggi ferðamanna á vegum landsins. Kortið sýnir ekki þá vegi sem teljast hættulegir eða óæskilegir fyrir viðskiptavini bílaleigufyrirtækja, auk þess sem viðvörun fer í gang þegar ökumenn nálgast vegi sem aðeins eru ætlaðir jeppum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert