Karlarnir voru hræddir við konurnar

Í dag eru 99 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt með þeim fyrirvara að þær þyrftu að vera orðnar 40 ára gamlar. Þessi fyrirvari var að sögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðukonu Kvennasögusafns, einstakur á alþjóðavísu og tilkomin af ótta íslenskra karla við að afhenda konum of mikil völd.

Í tilefni dagsins verður formlega opnaður höggmyndagarður í Hljómskálagarði þar sem verk nokkurra kvenna og frumkvöðla í greininni eru til sýnis. Þar á meðal er Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson sem prýðir nú Tjörnina að nýju og verk listamanna á borð við Gerði Helgadóttur.

Við hittum Auði í höggmyndagarðinum í dag í tilefni af Kvennadeginum.

Að lokinni athöfn í Hljómskálagarðinum kl. 20 í kvöld mun Auður svo leiða göngu um kvennasöguslóðir í Reykjavík. Meðal annars verður gengið að Hólavallakirkjugarði þar sem lagður verður blómsveigur á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert