Ökumaður í vímu ók á ljósastaur

Bifreið var ekið á ljósastaur á Bergþórugötu upp úr miðnætti og eru miklar skemmdir bæði á bifreiðinni og ljósastaurnum. Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. 

Bifreiðin flutt af vettvangi með króki. Orkuveitan kölluð á vettvang til að tryggja ljósastaurinn.

Á ellefta tímanum stöðvaði lögreglan bifreið á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum.

Önnur bifreið var einnig stöðvuð á Suðurlandsbraut í nótt en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, umferðarmerki ekki virt, ökuskírteini ekki endurnýjað og vörslu fíkniefna.

Það var síðan um kvöldmatarleytið sem bifreið var stöðvuð í Breiðholti. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og er þetta ítrekað brot. Lyklar bifreiðarinnar teknir í vörslu lögreglu.

Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi var stöðvaður í Kópavogi í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert