78% fengu ekki inngöngu

Niðurstöður úr inntökuprófi læknadeildar Háskóla Íslands voru tilkynntar í vikunni. Af þeim 224 sem tóku prófið komust 49 inn í læknisfræðina, þar af 31 kona og 18 karlar. Um 78% fengu því ekki inngöngu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristján Erlendsson, kennslustjóri læknadeildar Háskóla Íslands,  einkunnir í ár hafa verið í hærra lagi. „Það eru nemendur þarna með mjög háar einkunnir,“ segir hann.

Kristján segir deildina lengi hafa búið við það að ásókn sé meiri en hægt er að anna. Að hans sögn þarf heilbrigðiskerfið að eiga möguleika á því að þjálfa nemendurna í seinni hluta námsins, svo að takmörkunin hefur verið við 48 nemendur um nokkurt skeið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert