Verkefni flutt til ríkisins

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett af stað vinnu við að færa stjórnsýsluverkefni landbúnaðaðarmála frá Bændasamtökum Íslands til ríkisins. Meginhluti verkefnanna flyst annars vegar til Matvælastofnunar og hins vegar til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Nú sinna sex til sjö manns í fimm stöðugildum þessum verkefnum – sumir í hlutastörfum.  

Í frétt á vef ráðuneytisins segir að flutningurinn taki mið af áliti Ríkisendurskoðunar varðandi útvistun opinberra stjórnsýsluverkefna landbúnaðarmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert