Kíkt á æfingu hjá Neil Young

Á milli þess sem Neil Young hefur legið í Bláa lóninu frá því að hann kom til landsins á fimmtudaginn (ferðirnar eru víst orðnar þrjár) hefur hann æft af krafti í Laugardalshöllinni fyrir tónleikana sem verða þar í kvöld. Efir stífar samningaviðræður tókst mér að fá að reka inn nefið á æfingu á laugardaginn.

Eftir að hafa hlustað á kallinn frá því að maður komst til vits var það ekki lítil upplifun að fá að kíkja á æfinguna og það er óhætt að segja að hljómsveitin hafi hljómað vel. Bassaleikarinn Rick Rosas, sem kom í stað Billys Talbots, virðist smellpassa í bandið og rödd Youngs hljómar hreint út sagt ótrúlega vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert