Árásarmennirnir í gæsluvarðhaldi

Lögreglan - Lögreglunni bárust tilkynningar um líkamsárás á Bústaðavegi og …
Lögreglan - Lögreglunni bárust tilkynningar um líkamsárás á Bústaðavegi og slasaðan mann við Reykjavíkurveg aðfaranótt sunnudags. Um sama manninn var að ræða. Sigurður Bogi Sævarsson

Mennirnir þrír sem réðust á mann á Bústaðavegi aðfaranótt sunnudags voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. júlí, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Þrátt fyrir alvarlega áverka var sá sem ráðist var á útskrifaður af spítala nýlega.

Lögreglu var tilkynnt um líkamsárásina á Bústaðavegi og í framhaldi hennar um slasaðan mann sem hafði verið skilinn eftir á Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði. Lögreglan staðfesti í samtali við mbl.is að árásarmennirnir hafi ráðist á manninn á Bústaðavegi, tekið hann í bíl til sín og skilið hann eftir á úti á götu í Hafnafirði.

Þegar þangað var komið hafði sá slasaði hlotið alvarlega áverka á höfði og var umsvifalaust fluttur á slysa­deild með sjúkra­bif­reið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert