Pilturinn sem lést á Spáni

mbl.is

Íslenski pilturinn sem lést í slysi í skemmtigarði á Benidorm á Spáni síðdegis á mánudag hét Andri Freyr Sveinsson, til heimilis að Stekkjarseli 7 í Reykjavík. Andri Freyr fæddist 2. apríl 1996 og var því 18 ára þegar hann lést.

Slysið er enn í rannsókn og hafa forsvarsmenn skemmtigarðsins Terra Mítica gefið út að alls óljóst sé hvernig slysið bar að. Þrátt fyrir það er vitað að Andri Freyr skaust úr rússíbananum Inferno þegar hann var á mikilli ferð, með þeim afleiðingum að hann lést af sárum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka