Maðurinn kominn niður

Maðurinn sem óttast var að kynni að fleygja sér fram af húsþaki við Vagnhöfða í Reykjavík er kominn niður af þakinu. Lögregla hafði talsverðan viðbúnað við verkstæðið og var sérsveitin m.a. kölluð út.

Maðurinn hafði verið á þakinu um nokkur skeið og látið ófriðlega, m.a. hrópað ókvæðisorð að lögreglu. Hann lét sig þó á endanum hverfa niður um þakglugga og fór lögregla inn í húsið til að ræða við hann og fylgdi honum á endanum út.

Uppfært kl. 18:25: Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn fluttur í fangageymslu á Hverfisgötu þar sem hann verður vistaður þar til skýrsla verður tekin af honum. Maðurinn hafði hótað því að kasta sér fram af þakinu, en eftir um klukkustundar þref og samningaviðræður var ástandið tryggt.

Sjá fyrri frétt mbl.is: Eiga við mann uppi á þaki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert