Réðst á lögregluna

Það gista nokkrir fangageymslur lögreglunnar í nótt.
Það gista nokkrir fangageymslur lögreglunnar í nótt. mbl.is

 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann um tíuleytið í gærkvöldi eftir að hann réðst á lögreglumenn sem ætluðu að vísa honum út úr strætó sökum ástands hans. Hann gistir nú fangaklefa þar til rennur af honum.

Á sjöunda tímanum í gær handtók lögreglan mann sem var með fíkniefni á sér en hann var látinn laus eftir skýrslutöku. Í nótt var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.

Brotist var inn í hjólhýsi við Korputorg síðdegis í gær og hefur innbrotsþjófurinn ekki fundist.

Um fjögurleytið í nótt var maður handtekinn við innbrot í Breiðholtinu og gistir hann fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert