„Sitja með Bónuspoka og smyrja brauð“

Svokallaðar sumargötur í miðborg Reykjavíkur leggjast misvel í verslunareigendur á Laugavegi. Sumir telja uppátækið fæla íslenska viðskiptavini frá og valda því að þeir leiti frekar í lokaðar verslunarmiðstöðvar þegar illa viðrar á meðan aðrir fagna fækkun bíla sem streyma framhjá verslunum.

Flestir voru þó sammála um að ferðamenn væru í talsverðum meirihluta meðal viðskiptavina. Viðmælendur mbl.is voru aftur á móti ekki allir á þeirri skoðun að aukinn ferðamannastraumur skilaði sér í aukinni verslun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert