Þrír nýir frisbígolfvellir í Reykjavík

Endurbæturnar á frisbígolfvellinum við Gufunesbæinn í Grafarvogi eru meðal verkefna …
Endurbæturnar á frisbígolfvellinum við Gufunesbæinn í Grafarvogi eru meðal verkefna sem íbúar völdu í íbúakosningunum „Betri hverfi”. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Á næstu vikum verða opnaðir þrír nýir vellir í Reykjavík; í Laugardal, Fossvogsdal og efst í Elliðaárdal. Þá hafa verið gerðar endurbætur á 18 brauta frisbígolfvellinum við Gufunesbæinn í Grafarvogi. Frítt er að spila á öllum frisbígolfvöllum og þykir íþróttin öllum aðgengileg.

Nýjar körfur og betra skipulag vallarins er meðal endurbóta á 18 brauta frisbígolfvellinum við Gufunesbæinn en endurbæturnar eru meðal verkefna sem íbúar völdu í íbúakosningunum „Betri hverfi”. Búið er að koma nýju körfunum fyrir og merkja teiga sem hæfa mismunandi styrk þátttakenda. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar

Á vefnum Frisbígolf á Íslandi segir að mikil aukning hafi orðið síðustu ár á þeim sem uppgötvað hafa frisbígolf og eru farnir að stunda það af kappi. Þá koma til landsins í lok júlí tveir af þekktustu „folfurum“ í heimi, þeir Avery Jenkins og Simon Lizotte, í boði Íslenska frisbígolfsambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert