Útskrifaður af gjörgæslu

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Ómar

Fallhlífastökkvari sem slasaðist alvarlega við fallhlífarstökk við Hellu á Rangárvöllum fyrir tæpum tveimur vikum hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans og er kominn á almenna deild, að sögn vakthafandi læknis.

Slysið varð laugardaginn 28. júní en maðurinn er vanur fallhlífastökkvari. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í nokkra daga eftir slysið.

Maður sem slasaðist í vélhjólaslysi þann sama dag skammt frá Akranesi er enn í öndunarvél en hann slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á hjóli sínu og hafnaði utanvegar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert