Nýta tæknina gegn ritstuldi

Háskólar landsins nýta sér forritið Turnitin gegn ritstuldi.
Háskólar landsins nýta sér forritið Turnitin gegn ritstuldi. mbl.is/Eggert

Háskólar á Íslandi nýta sér tölvukerfið Turnitin til varnar gegn ritstuldi. Í forritinu er hægt að hlaða inn skjali með texta, t.d. ritgerð, og ber forritið texta skjalsins saman við mikið safn heimilda.

Niðurstaða samanburðarins sýnir síðan hvort rétt er farið með heimildir og tilvísanir í þær eða hvort mikil samsvörun er við verk annarra höfunda.

Í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Jónsson, verkefnastjóri samstarfs um ritstuldarvarnir hjá kennslumiðstöð Háskóla Íslands, það síðan vera í höndum kennarans að meta hvort eitthvað sé athugavert við efni nemandans, þar sem forritið geti ekki greint hvort um eðlilega samsvörun sé að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert