Líklega slasaður eftir fall

Frá Jökulfjörðum
Frá Jökulfjörðum mbl.is/Árni Sæberg

Landvörður á Hesteyri er kominn til mannsins sem fannst slasaður innarlega í firðinum fyrr í dag. Þá eru um 18 björgunarsveitarmenn á leiðinni til hans. Ekki er ljóst hvað gerðist en svo virðist sem hann hafi dottið.

Maðurinn er með höfuðáverka og talið að hann sé beinbrotin. Að sögn Halldórs Óla Hjálmarssonar, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum, gekk ferðalangur fram á manninn í um klukkustundar göngufjarlægð frá Hesteyri. Maðurinn var meðvítundarlítill og illa búinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var í Vestmannaeyjum, hafði verið boðuð á vettvang en þurfti frá að hverfa til að sækja slasaðan mótorhjólamann í Búðardal. Þyrlan lenti með manninn við Landspítalann í Fossvogi nú fyrir stundu og leggur af stað vestur um leið og búið er að fylla á tankinn, að sögn Landhelgisgæslunnar.

Sjá fyrri frétt: Sækja slasaðan göngumann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert