Pakkað Ingólfstorg yfir úrslitaleiknum

Úrslitaleiknum er varpað á 348 tommu skjár í 8 metra …
Úrslitaleiknum er varpað á 348 tommu skjár í 8 metra hæð á Arena de Ingólfstorg. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arena de Ingólfstorg stendur undir nafni í kvöld, því torgið er þéttsetið knattspyrnuáhugafólki yfir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu sem fer nú fram.

Veðurblíða er í miðborginni og þótt lofthitinn sé ekki á brasilískum skala er hiti í áhorfendum sem styðja sín lið áfram.

Þrátt fyrir markalausan fyrri hálfleik er leikurinn langt frá því að vera tíðindalaus og mátti heyra vongóð fagnaðaróp og vonbrigðastunur í mannmergðinni á Ingólfstorgi þegar færi fóru fyrir lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert