Fundað um framhald Skeifunnar

Mikill eldur kom upp í húsnæðinu í Skeifunni sunnudagskvöldið 6. …
Mikill eldur kom upp í húsnæðinu í Skeifunni sunnudagskvöldið 6. júlí. Nú er rætt um uppbyggingu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rúm vika er nú liðin síðan stórbruni varð í Skeifunni og í gær mátti sjá stórvirk vinnutæki rífa niður húsnæðið sem áður hýsti verslun Griffils. Stór hluti húsnæðisins er gjörónýtur og hefur umræða skapast um uppbyggingu á reitnum.

Bent hefur verið á að með nýju aðalskipulagi til ársins 2030 var gefin heimild fyrir byggingu allt að 500 íbúða í Skeifunni.

Hefur Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sagt að möguleikinn á íbúðabyggð sé vissulega fyrir hendi á svæðinu. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, hefur boðað til fundar í dag um framtíð reitsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert