Einn dæmir og hinir skrifa undir

Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að sér virðist sem dómarar í Hæstarétti skipti með sér verkum þannig að einn dæmi í málum og hinir skrifi svo undir dóminn. Sératkvæðum hefur fækkað eftir brotthvarf Jóns Steinars og segir hann dómara treysta um of hver á annan.

Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins og er boðað ítarlegra viðtal við Jón Steinar í blaðinu sem kemur út á morgun. Á vefnum segir Jón Steinar að mikill málafjöldi í Hæstarétti hafi alið af sér þá stefnu að dómarar skipti með sér verkum í stað þess að komast að sjálfstæðri niðurstöðu. Þar með sé tilgangurinn með fjölskipuðum dómi fyrir bí, en hann sé að hver og einn vinni sjálfstætt að sakarefninu.

Frétt Viðskiptablaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert