Reyndu Íslandsmet í hópknúsi

Geggjaði dagurinn, fræðslu og vitundarvakningardagur þunglyndis og sjálfsvíga, fór fram í miðborg Reykjavíkur í dag. Kjörorð dagsins voru gleði og ánægja og tóku allmargir þátt í hátíðarhöldunum. Hófust þau á kertafleytingu en lauk með tilraun til Íslandsmets í hópknúsi. Engum sögum fer af því hvort það tókst.

Dagurinn er í raun vitundarvakning við þunglyndi sem hrjáir fjölda fólks einhvern tímann á ævinni. „Við vildum leggja okkar vog á lóðarskálarnar til að vekja fólk til vitundar að þunglyndi er í raun sjúkdómur,“ segja aðstandendur geggjaða dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert