Á 176 km hraða í Eldhrauni

mbl.is/Sigurður Bogi

Margir virðast vera að flýta sér um Suðurlandið en í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á Hvolsvelli tvo ökumenn fyrir hraðaakstur í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs. Annar þeirra, erlendur ferðamaður ók bifreið sinni á 176 km/klst á vegi þar sem aka má á 90 km/klst. Nokkrum mínútum fyrr stöðvaði lögreglan mann sem ók á 156 km/klst á sama vegkafla.

Í dag stöðvaði lögreglan á Hvolsvelli svo hraðaakstur í umdæmi sínu en sá ók á 148 km/klst. 

„Góðu fréttirnar eru þær að við náðum þeim áður en þeir fóru útaf og slösuðu sig eða aðra,“ segir lögreglumaður á Hvolsvelli sem mbl.is ræddi við í kvöld. 

Ökumennirnir fá allir hraðaaksturssekt og verða sviptir ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert