Koma í veg fyrir smygl á matvælum með Norrænu

Norræna á Seyðisfirði.
Norræna á Seyðisfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við höfum töluvert verið að glíma við rúturnar og koma í veg fyrir að þær flytji varning með sér til landsins.“

Þetta segir Árni Elísson, tollvörður á Seyðisfirði, en í ár fór Tollgæslan á Seyðisfirði í átak til að koma í veg fyrir smygl á erlendum matvælum í gegnum Norrænu. Í fyrra var fjallað töluvert um það í fréttum að þýskir rútubílstjórar kæmu með áfengi og mat til landsins, ætlað til sölu um borð í rútunum.

Hann segir að nú komi lítið af varningi með rútum að utan og telur það heyra sögunni til að varningur sé seldur um borð í erlendum rútum. Í Morgunblaðinu í dag bætir hann við, að ekkert hafi verið um fíkniefnasmygl núna yfir hásumarið. Hann segir það mjög sveiflukennt hversu oft slíkt mál komi upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert