Sigurður VE er væntanlegur á morgun

Sigurður VE 15 kemur til Eyja á morgun, föstudag.
Sigurður VE 15 kemur til Eyja á morgun, föstudag. Ljósmynd/Eyþór Harðarson

Sigurður VE 15, nýtt skip Ísfélags Vestmannaeyja, er væntanlegur til heimahafnar í Vestmannaeyjum um hádegisbilið á morgun, föstudag. Skipið verður til sýnis bæjarbúum og gestum sama dag frá klukkan 14 til 17.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, sagði að heimsigling Sigurðar VE frá Tyrklandi, þar sem skipið var smíðað, hefði gengið eins og í sögu.

„Þetta er allt á áætlun. Það hefur verið blíðuveður alla leið, eins gengur í Miðjarðarhafinu á þessum árstíma, og svo hefur hann fengið gott veður í Atlantshafinu,“ sagði Eyþór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert