Við eigum okkur sjálf!

„Skilum skömminni.“ „Ekki nauðga!“ Einkennisorð Druslugöngunnar ómuðu um Skólavörðuholtið í dag þegar mörg þúsund manns lögðu leið sína í miðbæinn til þess að sýna stuðning við þolendur kynferðisofbeldis og koma ábyrðinni á gerendur. Fólkið í göngunni var á öllum aldri. Mbl.is ræddi við nokkra viðstadda fyrr í dag. 

Gengið var í skrúðgöngu niður á Austurvöll þar sem meðal annars María Lilja Þrastardóttir, upphafsmaður göngunnar og Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar héldu ávörp.

Var þetta í fjórða skiptið sem gangan er haldin hér á landi. Í göngunni í ár var sérstök áhersla lögð á dómskerfið og vakin athygli á því að mörg kynferðisbrot sem tilkynnt er um falla niður að lokinni rannsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert