Kaldur og hrakinn í sjálfheldu

Maðurinn var kominn niður á jafnsléttu um klukkan eitt í …
Maðurinn var kominn niður á jafnsléttu um klukkan eitt í nótt. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Erlendur ferðamaður sem lenti í sjálfheldu í Ólafsfjarðarmúla í gærkvöldi var kominn niður á jafnsléttu um eittleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar og því tók nokkra stund að ná manninum niður.

Maðurinn var ekki slasaður en orðinn nokkuð kaldur og hrakinn þegar björgunarsveitarmenn náðu til hans. Hífa þurfti manninn upp fjallið og var honum gefið að borða áður en honum var slakað niður í öryggislínu.

Ekki er vitað á hvaða ferð maðurinn og félagi hans, sem óskaði eftir hjálp, voru en félagi hans komst niður af sjálfsdáðum.

Frétt mbl.is: Aðgerðir ganga vel en hægt

Frétt mbl.is: Er­lend­ur ferðamaður í sjálf­heldu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert