Óvissa í Nígeríu og Úkraínu hefur áhrif

Stutt á miðin. Makrílveiðar í Keflavíkurhöfn
Stutt á miðin. Makrílveiðar í Keflavíkurhöfn mbl.is/Arnór Ragnarsson

Nígería hefur verið mikilvægt markaðsland fyrir makríl frá Íslandi síðustu ár, en þar hafa ekki verið gefnir út innflutningskvótar í ár.

Það veldur óvissu og einnig ástandið í Úkraínu og líkur eru á auknu framboði á makríl, en í ár voru aflaheimildir í NA-Atlantshafi auknar verulega.

„Ég á ekki von á verðhækkunum og vona að ekki verði skarpar verðlækkanir,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert