Stjórnarflokkanna greinir á um skatta

Fjármálaráðherra vill að fleiri taki þátt í að borga virðisaukaskattinn.
Fjármálaráðherra vill að fleiri taki þátt í að borga virðisaukaskattinn. mbl.is/Golli

Þótt sátt sé í öllum megindráttum á milli stjórnarflokkanna um niðurstöður stóru málanna í fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er ágreiningur um með hvaða hætti eigi að breyta virðisaukaskattkerfinu.

Sjálfstæðismenn vilja lækka efra þrep skattsins úr 25,5% í 24,5% að lágmarki og hækka í áföngum, neðra þrepið fyrst í 11%, svo í 14%, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Jafnframt vilja sjálfstæðismenn leggja af flest vörugjöld.

Ákveðnir framsóknarmenn eru því andvígir að neðra þrepið, 7% skatturinn, oft nefnt matarskatturinn, verði hækkað. Engin niðurstaða hefur enn fengist í þetta ágreiningsmál stjórnarflokkanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert