Lögreglan með mikið eftirlit um helgina

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fylgst verði með íbúðarhúsnæði um verslunarmannahelgina eftir því sem kostur gefst og er fólk hvatt til að ganga tryggilega frá heimilum sínum við brottför.

Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að álagið sé öðruvísi í bænum um þessa helgi. „Mikill fjöldi fólks fer árlega úr bænum þessa helgi en samt er iðandi næturlíf. Við verðum með okkar venjulega viðbúnað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert