Nýr veitingastaður í verbúðunum í Reykjavík

Framkvæmdir eru hafnar við að breyta Verbúð 11 í veitingastað.
Framkvæmdir eru hafnar við að breyta Verbúð 11 í veitingastað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn eru að verða breytingar á grænu verbúðunum við gamla hafnarbakkann í Reykjavík. Jón Sigurðsson og fjölskylda, eigendur Sindrafisks, vinna nú hörðum höndum að því að breyta fiskverkuninni í Verbúð 11 í veitingastað.

Til stendur að opna staðinn í byrjun nóvember næstkomandi. „Annars erum ekki komin með neinar dagsetningar. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Sigurður Sveinn Jónsson, sem ásamt fleirum í fjölskyldunni kemur að uppsetningu veitingastaðarins.

Staðurinn mun taka um 60-80 manns í sæti og áhersla verður lögð á sjávarrétti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert