Páll Bergþórsson í fornleifaleiðangur

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og rithöfundur.
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og rithöfundur.

Páll Bergþórsson skrifaði á Facebooksíðu sína í gær að hann hyggði á leiðangur við þriðja mann til Nova Scotia til að sinna fornleifarannsóknum og halda síðar fyrirlestra í New York.

Fornleifarnar sem þeir, Páll ásamt Braga Bergþórssyni og Bjarna F. Einarssyni, hyggjast skoða tengjast ferð Þorvalds Eiríkssonar, bróður Leifs Eiríkssonar, fyrir um 1.000 árum síðan.

Páll heldur því næst til New York til fyrirlestrahalds, um hverja hann segir að fyrirlestrarnir verði: „[...] Um Vínlandsferðirnar allar og rekji þær í landslaginu eins og mögulegt er. Þar ætla ég að leiða líkur að því að sjálfur Ari fróði hafi skrifað Eiríks sögu rauða fyrir vin sinn og samstarfsmann Þorlák biskup Runólfsson sem var sonardóttursonur Guðríðar og Þorfinns karlsefnis. Sú saga þarf sannarlega að fá uppreisn æru.“

Daginn eftir, þann 13. ágúst, mun hann verða viðstaddur frumsýningu á söngleik Ívars Páls Jónssonar, Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, en sama dag verður Páll  91 árs gamall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert