Sofnaði við akstur og keyrði á vegrið

mbl.is/Hjörtur

Ökumaður keyrði um klukkan hálfsjö í nótt utan í vegrið á Vesturlandsvegi við Mosfellsbæ. Bílinn þurfti að fjarlægja með kranabíl, en talið er að maðurinn hafi sofnað undir stýri.

Um klukkan sjö í morgun var lögregla að ræða við mann vegna máls, og fundu þá af honum kannabislykt. Í ljós komu nokkrir neysluskammtar af kannabisefni, sem einn í hópi mannsins kvaðst eiga. 

Klukkan hálftíu í morgun var svo óskað eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar frá hótelgesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert