Vantar 120 milljónir vegna rannsóknanefnda

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lengst til hægri ásamt fleiri þingmönnum.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lengst til hægri ásamt fleiri þingmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Reikningar vegna rannsóknarnefnda Alþingis halda áfram að streyma inn. Nú liggur fyrir að um 120 milljónir króna vantar enn til að endar nái saman. Engin fjárveiting er fyrir hendi og verður væntanlega farið fram á þessa upphæð í fjáraukalögum í haust.“

Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni. Hann segir að heildarkostnaðurinn við þær rannsóknarnefndir sem lokið hafi störfum, vegna falls bankanna, sparsjóðanna og um Íbúðalánasjóð, sé kominn yfir 1,4 milljarð króna.

„Engar fjárhagsáætlanir voru gerðar, eftirlit Alþingis var ekkert. Þessar skýrslur hafa vissulega gefið okkur ákveðnar upplýsingar um aðdraganda og orsakir hrunsins, en það réttlætir ekki að skýrsluhöfundar hafi opinn tékka og almenningur borgi brúsann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert