„Leikföng fyrir fullorðið fólk“

Margt var um manninn á Handverkshátíðinn í Eyjafirði sem stendur …
Margt var um manninn á Handverkshátíðinn í Eyjafirði sem stendur yfir til sunnudags. Fyrir miðri mynd stendur módelsmiðurinn Erling Markús Andersen.

„Það er frábært að fá að taka þátt í Handverkshátíðinni. Móttökurnar eru alveg hreint út sagt stórkostlegar,“ sagði Erling Markús Andersen módelsmiður.

Hann er með bátamódel í öllum stærðum og gerðum til sýnis á Handverkshátíðinni í Eyjafirði sem hófst á fimmtudaginn. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í téðri hátíð og stefnir á að mæta aftur að ári „ef guð lofar“ eins og hann kemst að orði.

„Ég var einmitt að selja einn bát rétt áður en þú hringdir,“ sagði Erling. Hann hætti nýverið að vinna og ver öllum stundum í að smíða módelbáta. Hann var 12 ár til sjós en þess má geta að faðir hans og afi voru báðir skipasmiðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert