Páll ánægður með árangurinn

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og rithöfundur.
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og rithöfundur.

Páll Bergþórsson og félagar eru ánægðir með þann árangur sem hefur náðst í fornleifaleiðangri þeirra í Nova Scotia. Páll skrifar á facebooksíðu sína:

„Nú erum við Bragi og Bjarni Einarsson fornleifafræðingur búnir að vera á tveggja daga ferðalagi fráa Halifax lengst norður á Nova Scotia til að fara yfir hugmyndir um Vínlandsferð Þorvalds Eiríkssonar fyrir 1000 árum. Það er fyrsta skref áður en sótt er um leyfi til uppgraftar ef okkur þykir ástæða til.

Með aðstoð Bjarna fengum við fyrstu sýn fornleifafræðings yfir talsverðar húsarústir frá dvöl Frakka við fiskveiðar á Nova Scotia fyrir alllöngu. Ennfremur fyrstu hugmynd um hvar Þorvaldur hafi komið fyrir brotnum skipskili sínum eftir strand sem leiðarmerki fyrir skip þar sem strandhætta hefur reynst veruleg. Líka skoðuðum við landslag sem sýnist koma vel heim við það sem lýst er í Grænlendinga sögu sem æskilegu til landnáms fyrir Þorvald. Úr þessu þarf svo að vinna en við erum ánægðir með árangurinn fram að þessu.

Í úrvinnslu geta svo hugmyndir breyst. Förum frá Halifax til New York í fyrramálið, en fyrirlesturinn minn í New York um Vínlandsferðir verður svo þ. 12 klukkan 19.30. Daginn eftir er frumsýning á söngleik Ívars Páls.“

Páll Bergþórsson í fornleifaleiðangur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert