Flautuleikari með Michael Jackson-námskeið

Berglind María Tómasdóttir.
Berglind María Tómasdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Berglind María Tómasdóttir flautuleikari mun halda námskeið um poppstjörnuna Michael Jackson í Endurmenntun Háskóla Íslands í október.

„Ég var að kenna námskeið í Kaliforníuháskóla í San Diego. Ég var þar í doktorsnámi í flutningi samtímatónlistar sem hefur lítið með Michael Jackson að gera. Svo þegar komið var að máli við mig um hip-hop-námskeið stakk ég upp á að það yrði frekar um poppkónginn og það er verið að kenna þetta námskeið enn í San Diego. Ég er nefnilega forfallinn aðdáandi,“ segir Berglind og bætir við að námskeiðið sé fyrir alla þá sem hafa skoðun á og hafa hlustað á tónlist Jacksons.

„Þetta er takmarkaður tími sem ég er með en líf hans er sett undir gagnrýnið ljós og hann skoðaður frá öllum hliðum. Hans lífsskeið er svo rosalega öfgafullt og það er alveg hægt að halda miklu lengra námskeið um líf hans en ég stikla á stóru – sem smáu. Hann var svo mikið fyrirbæri,“ segir Berglind. Skráning á námskeiðið er farin af stað en það verður haldið dagana 7.,14. og 21. október.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert