Meintur barnaníðingur í gæsluvarðhald

Brynjar Gauti

Maður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur drengjum á Akureyri fyrr í þessum mánuði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrunarvist til 22. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að móðir tveggja drengja hafi haft samband við lögreglu. Sagði hún frá því að nágranni hennar hafi hitt syni hennar á bílastæði við heimili þeirra, og fóru drengirnir svo í fylgd karlmannsins í íbúð hans. Þar á maðurinn að hafa rassskellt drengina og brotið gegn þeim kynferðislega. 

Drengirnir gátu báðir nafngreint manninn og var hann handtekinn síðar sama kvöld og móðirin hafði haft samband við lögreglu. Sakborningurinn neitar sök. 

Rannsókn málsins er á frumstigi og fallist var á gæsluvarðhald og einangrunarvist sökum rannsóknarhagsmuna. 

Sjá úrskurð Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert