Tvær konur sóttar á Kristínartinda

Á toppi Kristínartinda í Skaftafelli. Morsárjökull á aðra hönd en …
Á toppi Kristínartinda í Skaftafelli. Morsárjökull á aðra hönd en Skaftafellsjökull á hina. mbl.is/Una Sighvatsdóttir

Björgunarsveitin Kári í Öræfum og landverðir í Skaftafelli eru nú á leið á Kristínartinda til þess að sækja tvær konur sem lentu út af slóðanum á leið sinni niður af tindunum. Þá er bíll frá björgunarfélaginu á Höfn einnig á leiðinni með fjallabjörgunarbúnað.

Neyðarlínu barst símtal frá konunum fyrir um klukkustund þar sem þær sögðust hafa villst, og ekki treyst sér lengra eftir að hafa lent út af slóðanum. Gátu þær gefið nokkuð góða lýsingu á staðsetningu sinni. Ekkert amar að konunum og er veður á svæðinu gott. Talið er að það taki um klukkustund að komast að konunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert