Hefur ítrekað verið með hótanir

Mennirnir gista báðir fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Mennirnir gista báðir fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert

 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann á níunda tímanum í gærkvöldi í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi en hann hafði verið með hótanir og er sakaður um eignaspjöll. Ítrekað hefur verið kvartað undan manninum.

Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og hefur lögreglan ítrekað þurft að hafa afskipti af honum vegna hávaða, hótana ofl.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Lögreglan handtók annan mann á fjórða tímanum í nótt í Kópavogi. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og er grunaður  um vörslu fíkniefna.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls, segir í tilkynningu frá lögreglu í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert