Aflstöðvar ekki í notkun í 32 ár

Varaaflstöðin í Straumsvík sem Landsvirkjun hefur selt.
Varaaflstöðin í Straumsvík sem Landsvirkjun hefur selt. mbl.is/Styrmir Kári

Forstjóri Landsvirkjunar segir að ríkisfyrirtækið hafi lengi reynt að losa sig við varaaflsstöðvar í Straumsvík og á Rangárvöllum. Íslenskt eldsneyti hefur keypt vélarnar og selt þær aftur til Aserbaídsjan og Suður-Afríku.

Umræddar rafstöðvar hafa ekki verið í almennri notkun frá árinu 1982. Að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, hefur heildarnotkun á rafstöðvunum verið upp á 0,3 gígavattstundir undanfarin 32 ár. Í því samhengi má benda á að ársframleiðsla Landsvirkjunar er upp á um 13 þúsund gígavattstundir.

„Það eru komnar upp annars konar varaaflsstöðvar núna. Landsnet, Rarik og fleiri eru búnir að setja upp varaaflsstöðvar sem eru miklu betri og ódýrari í rekstri,“ segir Hörður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert