Mikið sandrok við Bárðarbungu

Sandrok við Bárðarbungu.
Sandrok við Bárðarbungu. Skjáskot af vef Mílu

Mikið sandrok er á jökulsáraurunum norðan Bárðarbungu. Á vefmyndavél Mílu sést sandrokið vel. Jarðvísindamenn sem flogið hafa yfir Vatnajökul í morgun sjá engin ummerki um gos á yfirborðinu.

Sandrokið er hins vegar mikið og því er engu líkara en gufustróka megi sjá á vefmyndavélinni. Árni Sæberg, ljósmyndari mbl.is, sem flaug í þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í dag, segir sandrokið á svæðinu norðan Vatnajökuls mikið en þar sjáist engin ummerki um eldgos.

Vefmyndavél við Bárðarbungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert